- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 30 2020 19:58
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagsmenn, við í mótanefnd höfum hug á að setja upp nokkur mót. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður mótahald með smávæginnlegum breytingum. Okkur langar að byrja á að halda skemmtimót laugardaginn 9.maí. Mótið verður með firmakeppnis fyrirkomulagi á beinni braut. (Verður auglýst nánar.) Við ætlum ekki að halda hefðbundið íþróttamót, en í staðinn ætlum við að klára Hrímnis mótaröðina. Þ.a.s. fimmgang og tölt. Laugardaginn 23.maí. ( Verður auglýst síðar) Það verður Gæðingakeppni helgina 12. til 14. Júní eins og planið var. Mótið verður með hefðbundu sniði.
Kveðja Mótanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 30 2020 19:57
-
Skrifað af Sonja
Allir notendur reiðhallarinnar skulu vera með hanska. Hanskana þarf að spritta vel. Allir þrífa skít eftir sinn hest og verður Skítagaffallinn á sínum stað og sprittbrúsi innan seilingar.
Munum að virða reglurnar og að ganga vel um.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 29 2020 21:08
-
Skrifað af Sonja
Takmörkunum verður aflétt að hluta. Að hámarki mega vera 8 manns í höllinni í einu. Hámarksfjöldi nemenda á námskeiði eða í einkakennslu eru 4, auk kennara, en þá tvískiptum við höllinni. Austari endinn verður þá opinn fyrir 4 félagsmenn.
Áhorfendur eru ekki leyfðir og sameiginleg aðstaða lokuð s.s. salerni og kaffiaðstaða. Enginn skítagaffall verður í höllinni, en starfsmaður mun þrífa eftir þörfum.
Námskeiðum barna og unglinga eru ekki sett nein mörk um fjölda. Ef fjöldi á námskeiðum barna og unglinga fer yfir hámarksfjölda, verður höllinni lokað fyrir almenna félagsmenn og verður það auglýst hverju sinni, ef við á.
Snertingar eru óheimilar og halda skal 2ja metra bili á milli einstaklinga.
Ef um ítrekuð brot verður að ræða, verður að loka höllinni aftur. Við erum öll almannavarnir.
Stjórnin