Handsömun lausahrossa
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, júlí 14 2020 19:11
- Skrifað af Sonja
Handsömun lausahrossa
Af gefnu tilefni er því beint til leigjendur beitarhólfa að gæta vel að girðingar séu samkvæmt reglum félagsins:
Girðingar skulu vera að lágmarki tveggja strengja með tré eða járnstaurum. Æskilegt er að amk annar þeirra sé vírstrengur. Á hornum skulu vera veglegir burðarstaurar með stögum eða stífum á hornum. Girðingarnar skulu vera rafmagnaðar meðan hross eru í þeim og viðvörunarskilti á þeim þar sem vænta má umferðar í kringum þær.
Gæta skal vel að hlið sé traust og í góðu lagi. Samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar er heimilt að innheimta 28 þúsund kr handtökugjald fyrir hvert hross. Fyrir nokkru, um miðja nótt, sluppu 7 hross út úr einu hólfinu og tók það rúma 3 tíma að handsama hrossin. Samkvæmt gjaldskrá hefði það kostað viðkomandi 196 þús krónur.
Verum því vel á verði, við berum ábyrgð á okkar hrossum. Öll hross í beitarhólfum á vegum Harðar,n eiga að vera ábyrgðartryggð ef þau valda 3ja aðila tjóni. Eigandinn ábyrgð á hugsanlegu tjóni sem hrossið getur valdið og ef hann er ekki með ábyrgðartryggingu, getur hann þurft að borga tjónið úr eigin vasa.