FRUMTAMNINGANÁMSKEIÐ MEÐ ROBBA PET.
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, september 04 2013 09:15
- Skrifað af Ragna Rós
Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 4. nóvember nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s: Atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.
Þorsteinn í Áhaldahúsinu ætlar að koma og vera með kynningarfund vegna Tunguvegarins 12.sept. kl. 18.00 í Harðarbóli.
Hvernig náum við meiri árangri? Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðarháskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossarækt föstudaginn 6. september kl. 13:00 – 18:00 í Ásgarði á Hvanneyri. Dagskrá samanstendur af nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins en síðan taka við opnar umræður og hópavinna með þátttöku málþingsgesta.