Hrossakjötsveislan mikla....

Hrossakjötsveisla 8villtra photo

Þann 26. Okt verður hin margrómaða hrossakjötsveisla 8villtra athugið með pínu lambakjötsívafi

Harðarból opnar kl 19:00. Byrjum á  FORDRYKK í boði 8villtra

Kæru félagar matseðillinn hljóðar svona..

 

Hrossacarpacio með rucola og furuhnetum

Grafið hrossakjöt með bláberjasósu

Marinerað hrossaspjót „ oriental“

Hrossamedalíur með sesamgljáa

Aursturlenskur  hrossapottréttur með salati

Saltað hrossakjöt með jarðeplum og ofaníláti

Reykt hrossakjöt með kartöflumauki

Soðinn EKTA hrossabjúgu með bíldudals grænum baunum og rauðkáli

Desert surprise ......vallah

Og svo fyrir þá sem vilja koma en borða ekki hrossakjöt þá verður glóðarsteikt lambalæri að hætti Hadda.

Kokkar verða Haddi kokkur aðsjálfssögðu og KK yfirhjálparhella

Veislustjórar eru Hákon ofurhressi og Rúnar „LÖGGA“ eiturhressi

Myndaannáll verður sýndur frá ferðum og viðburðum 8villtra 2013, það mun örugglega ekki vanta lýsingaorðin frá veislustjórunum J

Aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði sem verður dregið út um kvöldið, einnig verða seldir miðar á sanngjörnu verði. Frábærir vinningar í boði.

Uppboð verður á folatolli og er folinn enginn annar en Kvistur frá Skagaströnd, eins verður uppboð á málverkum eftir Helmu

Margt verður hægt að kaupa á barnum á eðal verði

Hljómsveitin Kókos mun svo spila á ballinu frá kl 23:00-02:00

8VILLTIR VILJA MINNA FÉLAGSMENN Á AÐ ALLUR ÁGÓÐI RENNUR Í STÆKKUNARSJÓÐ HARÐARBÓLS.

Miðapantanir hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. miðinn kostar 6500. Hlökkum til að sjá ykkur

Stjórn 8villtra