Gustreið

 

dsc00871

 

Farið verður í Gust í Kópavogi  laugardaginn 2. maí.Lagt af stað kl. 12.30 frá Naflanum.Riðið verður með ströndinni um Korpúlfsstaði Í Víðidal og þaðan í Kópavog. Fjölmennið í lokaferð  - ? -  í gamla Gust Ferðanefndin

 

 

 

Fákur í heimsókn

thumb_picture_057    Fákur kemur í heimsókn til okkar föstudaginn 1. maí. Fjölmennum í hópreið og tökum á móti Fáksmönnum.Lagt af stað kl. 13.30 frá Naflanum.Kaffihlaðborð í Félagsheimilinu.

Fararstjóri Lilla

 

Umsókn um beit hjá Herði

{chronocontact}Beit{/chronocontact}

Reglur um beitarhólfin

Beitartími er 10. júní til 10. september.

Sveltihólf óheimil.

Randbeit heimil til 20. ágúst ár hvert.

Skulu hross vera farin úr hólfinu eigi síðar en næstu helgi eftir 10. september beri 10. upp á virkan dag.

Endurleiga á beit til þriðja aðila er stranglega bönnuð.

Öll hross sem eru í beit á vegum Harðar í landi Mosfellsbæjar eru alfarið á ábyrgð eigenda eða umsjónarmanna. Eru þeir eindregið hvattir til að ábyrgðartryggja hrossin sem í hólfunum eru.

Til að hljóta úthlutun þurfa umsækjendur að vera skuldlausir félagar í Hestamannafélaginu Herði.

Leigjendur skulu sjá um allt viðhald girðinga á eigin reikning og allt efni sem þeir leggja til er þeirra eign og geta tekið það þegar leigu á viðkomandi hólfi lýkur. Ef nýr leigjandi kemur í annars stað geta þeir samið sín á milli um andvirði girðingar. Leigutaki sjái um að halda beitarhólfinu hreinu og snyrtilegu og týni allt fjúkandi rusl og mælst er til að menn slóðadragi þar sem því verður komið við. Slíkt eykur notagildi hagans að ári.

Girða skal með sléttum rafmagnsvír og skulu horn- og aðrir burðarstaurar nægilega öflugir til að bera girðinguna. Bent skal á að notkun gaddavírs er óheimil í og við þéttbýli. Leigutaki hirðir allt lauslegt í lok beitartímans s.s. léttan plast streng og plast staura, vatnsdalla o.þ.h.

Kæru félagsmenn!

Það hefur verið mikið að gerast hjá okkur í félaginu að undanförnu og sennilega hægt að segja að eitthvað hafi verið í boði fyrir alla. Mótahald hefur verið líflegt, ferðanefnd hefur staðið fyrir vinsælum ferðum og Fjölskyldudagur og Umhverfisdagur vel sóttar og skemmtilegar uppákomur.

Nánar...