- Nánar
-
Flokkur: Annað
-
Skrifað þann Mánudagur, ágúst 26 2002 12:00
-
Skrifað af Vefstjóri
Sigurður Sigurðarson stóð sig vel á Suðurlandsmótinu um helgina, vann tölt meistaraflokk á Hyllingu frá
Kimbastöðum og vann bæði meistaraflokk gæðingaskeið og 250m skeið á Fölva frá Hafsteinsstöðum.
Það að auki var hann annar í tölti - 1. flokk á Hákoni frá Kjartansstöðum, fimmti í 1. flokk - fimmgang á Dróma
frá Bakka, annar í 1. flokk - gæðingaskeiði á Gilli frá Keflavík, þriðji í slaktaumatölti -1. flokk á Úlf frá Hjaltastöðum,
fjórði í fimmgang meistaraflokk á Gilli frá Keflavík og fjórði í fljúgandi skeiði á Fölva frá Hafsteinsstöðum.
Kristján Magnússon var annar í gæðingaskeiði ungmenna og sjötti í fljúgandi skeiði á Eld frá Vallanesi, annar í
fjórgang ungmenna og fjórði í tölti ungmenna á Hlökk frá Meiritungu og fjórði í fimmgang ungmenna á Skolla frá Hindisvík
Ásta B. Benediktsdóttir var þriðja í tölti 2. flokks á Snót frá Akureyri og Diljá Óladóttir varð í fimmta sæti á Klökk frá
Kiðafelli í sama flokki.
Jóhanna Jónsdóttir varð sjötta í tölti barna og tíunda í fjórgangi barna á hestinum Darra frá Akureyri og Linda Pétursdóttir
varð önnur í fjórgang unglinga og sjötta í tölti unglinga á Háfeta frá Þingnesi.
Ragnhildur Haraldsdóttir varð önnur í fimmgang unglinga á Nagla frá Árbæ.