- Nánar
-
Flokkur: Annað
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júlí 10 2002 12:00
-
Skrifað af Vefstjóri
Svo farið sé yfir stöðuna hvernig Harðarmenn stóðu sig síðustu og þýðingarmestu dagana á Landsmóti, þá kemur eftirfarandi í ljós.
Í barnaflokki varð Jóhanna Jónsdóttir og Darri frá Akureyri jöfn Ingu Berg Gísladóttur í 2.-3. sæti en höfnuðu með hlutkesti í 3. sæti. Í unglingaflokki enduðu Linda Rún Pétursdóttir og Háfeti frá Þingnesi í 2. sæti og í ungmennaflokki riðu Kristján Magnússon og Hrafnar frá Hindisvík sig í 4. sæti. Laglegur árangur hjá unga fólkinu okkar!
Í B-flokki gæðinga urðu Sólon frá Stykkishólmi og Vignir Jónasson í 6. sæti og Silfurtoppur frá Lækjarmóti og Sölvi Sigurðarson í 12. sæti. Í A-flokki gæðinga urðu Huginn frá Haga og Sigurbjörn Báðarson í 6. sæti og í tölti urðu Sigurður Sigurðarson og Fífa frá Brún í 3. sæti.
Þannig áttu Harðarmenn hesta svo að segja í öllum úrslitum og getum verið stolt af.