Sölusýning á hrossum frá Flekkudal og Meðalfelli

verður haldin að Meðalfelli í Kjós laugardaginn 29.nóv kl. 13.30 Sýnd verða efnileg tryppi sem hafa verið í tamningu síðastliðna tvo mánuði og önnur lengra komin. Tryppin eru undan góðum merum og m.a. Adam frá Meðalfelli Svart frá Unalæk Loga frá Skarði Pilti frá Sperðli Rúbín frá Mosfellsbæ Geysi frá Keldudal Oddi frá Selfossi Kalda frá Vindási Kappa frá Hörgshól Otri frá Sauðárkróki Hrafni frá Holtsmúla Allir eru velkomnir í Kjósina til að kynna sér ræktun þessara tveggja búa. Komið endilega, njótið blíðunnar og spjallið um það helsta sem er að gerast í íslenskri hrossarækt. Heitt verður á könnunni. Akstur að Meðalfelli tekur aðeins um 40 mínútur frá Reykjavík. Sýningin verður úti og þá verður veðrið að sjálfsögðu gott. Sýningarskrá með mynd og ýtarlegum upplýsingum um hvert hross. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar. Meðalfell s: 5667060, 8977690 Flekkudalur s: 5667052, 8997052, 8923424