Málþing um Tunguveg 13. október
- Nánar
- Flokkur: Aðsent
- Skrifað þann Fimmtudagur, október 02 2008 01:04
- Skrifað af Aðsent
Mánudagskvöldið 13. október kl. 20. 30 verður málþing í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2.
Lagning Tunguvegar úr hinu nýja Leirvogshverfi í miðbæ Mosfellsbæjar verður til umræðu á þessum fyrsta opna fundi Varmársamtakanna í vetur.Dr. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur og Valdimar Kristinsson, blaða- og hestamaður munu vera með framsögu á fundinum og fjalla um áhrif vegarins á umhverfi sitt. Tunguvegur liggur yfir svæði á náttúruminjaskrá og í grennd við friðlýsta ósa Varmár, einnig yfir Köldukvísl ásamt því að hafa mikil áhrif á aðstöðu hestamanna í Mosfellsbæ.Hér má sjá skipulagsgögn vegna Tunguvegar.
Hér eru greinar um Tunguveg á bloggi Varmársamtakanna:
Umhverfismatáætlana eða umhverfismat framkvæmda. -Eða hvoru tveggja?
Þörf á aðgæslu við Varmá--
Varmársamtökin
íbúa- og umhverfissamtök í Mosfellsbæ
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
http://varmarsamtokin.blog.is