- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 23 2005 06:45
-
Skrifað af Stjórnin
Framkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur við Hellisheiðarvirkjun við Kolviðahól og uppi á háheiðinni eru nú í fullum gangi. Hengilssvæðið er mikil útivistarperla og þar hefur Orkuveitan lengi sinnt margvíslegum útivistarmálum, lagt 150 km af merktum gönguleiðum og reist tvo gönguskála sem öllum eru opnir. Reiðleiðir um svæðið eru greiðar. Þá hefur Orkuveitan látið gera hestagerði, skammt frá gömlu réttinni við Kolviðarhól.
Vegna framkvæmdanna er Orkuveitan að koma fyrir upplýsingaskiltum fyrir hestamenn þar sem reiðleiðir um framkvæmdasvæðið eru merktar til þess að samvinna hestamanna og framkvæmdaaðila geti orðið sem best. Skiltin verða við Litlu kaffistofuna, við hestagerðið við Kolviðarhól og við reiðleiðina upp Kambana.