- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 06 2005 03:41
-
Skrifað af Stjórnin
Lokaða WR (wild ranking) Langbrókarmótið
Á sumardaginn fyrsta var haldið hér á Harðarvöllum, í blíðskapar sumarveðri 2. Langbrókarmót Kvennadeildar Harðar.
Mótið þótti takast með eindæmum vel, mikil gleði var og góð þátttaka og var auðséð að konur og ungmenni voru búnar að æfa stíft fyrir mótið og gert sína góðu og allra bestu gæðinga klára fyrir daginn og sást að það kom sér vel að fresta þurfti mótinu vegna veðurs því allir voru vel klárir í slaginn.
Nokkrir knapar skáru sig úr hvað varðar stíl og má þar nefna Kristínu Halldórsdóttur sem mætti með höfuðskrautið í lagi, íslenska lopapeysan fór Helenu Jensdóttur afar vel, og skar keppnisnúmerið vel út í sauðalitunum.
Tvær knáar stúlkur, Rut og Saga tvímenntu á gæðingnum Dimmu...
og sýndu frábæra knapahæfileika.
Mótið hófst á lulli á hringvelli með yfirferðartöktum. Var sú keppni ansi hörð og erfitt fyrir hinn káta dómara að sjá hver var þar sigurstranglegust. Dæmt fyrir fegurð í reið, sérstök aukastig voru gefin fyrir víxl og þótti það hestum og knöpum til framdráttar ef hestur víxlaði oft og einnig ef hann gat sýnt lull á hinum ýmsum hraðabreytingum.
Brokk á hringvelli þótti takast með eindæmum vel, næstum því of vel, voru hestar og knapar hér í all góðri þjálfun. Hestar og konur fóru nú að ærslast því var næsta keppnisgrein vel við hæfi til að róa niður gæðingana og var farið í fetkeppnina.
Á beinni braut var yfirferðarfet á 200 m braut, hér voru ansi margir keppendur skráðir til leiks og ákvað dómarinn til að auðvelda sér sýnina að láta einungis 2 keppa í einu. Þegar kom að undanúrslitunum sem var ansi spennandi voru augun sem giltu til að sjá hver var að ná bestum tíma.
Hestar voru nú orðnir vel upplagðir fyrir kappreiðarnar sem var næsta keppnisgrein.
Nú hljóp enginn heim þar sem farið var í rétta átt. Meðdómari hélt niður í sér andanum yfir reiðgetu yngsta þátttakanda Rut Margrétar Guðjónsdóttur sem fór keppnina berbakt og kom 3. í mark. Hlaut hún hugrekkisverðlaun fyrir.
Á hringvöll var haldið enn á ný og lokakeppnisgreinin, tölt með vökvaverkefni hófst. Hér var um ansi erfiða grein að ræða og virtist þrautinni þyngri. Enda var margslungin dómgæslan, en í öruggum höndum Tóta frá Dalsgarði. Keppt var í tölti með hraðabreytingum og þá mátti ekki sullast, þegar í mark var komið var tímataka viðhöfð og með hjálp hvatnigshrópa gátu keppendur lokið þessari erfiðu þraut. En þar sem hér voru ansi margir skráðir til leiks þurfti að keppa í undanúrslitum og svo loks fékkst lokaúrslitin. Þá gekk ekki eins vel að klára verkefnið, sumir ekki lengur þyrstir og óþarfa mikið um sull og skyrpingar.
Dómarar voru Tóti í Dalsgarði og Siggi Straumur.
Mótshaldarar voru Maríanna Eiríksson og Guðrún Ólöf Jónsdóttir.
Úrslit voru sem hér segir;
Lull á hringvelli
1.sæti Rut Guðjónsdóttir og Saga Guðmundsdóttir á Dimmu
2.sæti Ingibjörg Guðjónsdóttir á Roða
3.sæti Monica á sínum hesti
4.sæti Valgerður J. Þorbjörgsdóttir á Snertingu
Brokk á hringvelli
1.sæti Valgerður J Þorbjörgsdóttir á Snertingu
2.sæti Maríanna Eiríksson á Þokka frá Litlu Hildisey
3.sæti Halldóra Huld Ingvarsdóttir á Kvist frá Ekru
4.sæti Ragnheiður Þorvaldsdóttir á Brá frá Hörgsholti
Fet með tímatöku á 200 m. braut
1.sæti Kristín Indjáni Halldórsdóttir á Kornelíu frá Austurholti
2.sæti Halldóra Huld Ingvarsdóttir á Kvisti frá Ekru
3.sæti Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Tinnu frá Kaldárbakka
4.sæti Rut Guðjónsdóttir og Saga Guðmundsdóttir á Dimmu
Kappreiðar með tímatöku í rétta átt
1.sæti Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Tinnu frá Kaldárbakka
2.sæti Monika á sínum hesti
3.sæti Rut Guðjónsdóttir á Roða
Hugrekkisverðlaun
Rut Guðjónsdóttir á Roða .
Tölt með vökvaverkefni
1.sæti Kristín Halldórsdóttir
2.sæti. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
3.sæti Ragnheiður E Þorvaldsdóttir
4.sæti Helena Jensdóttir
Myndir koma seinna