- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 06 2005 12:00
-
Skrifað af Stjórnin
Fákur kom í heimsókn til okkar á uppstigningardag í blíðskapar veðri. Riðið var á móti hóppnum og mættust menn á bæjarmörkum. Í Harðarbóli beið svo veisluborð, hlaðið af brauði og kökum úr eldhúsum Harðarkvenna. Um 200 manns mættu í kaffið og voru tekjur umtalsverðar fyrir félagið.
Dagurinn heppnaðist frábærlega vel í alla staði og er góð byrjun í viðleitni okkar til að efla félagslífið.
Stjórn Harðar vill koma sérstökum þökkum til allra þeirra sem hjálpuðust að þennan dag, en dagurinn sýnir og sannar að við getum þegar við viljum.