Youth Camp á Íslandi 2005

Youth camp er fjölþjóðleg æskulýðshátið fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára sem haldnar eru annað hvert ár. Þátttakendur koma frá öllum aðildarlöndum FEIF og geta þrír frá hverju landi tekið þátt, en sex frá Íslandi mega taka þátt í ár. Hátíðin verður haldin á Íslandi að þessu sinni, að Ármóti í Rangárþingi ytra og stendur í rúma viku, eða frá 15.-22. júlí Gist verður að Heimalandi undir vestur Eyjafjöllum. Kostnaður er 45.000.- krónur og innifalið í því er... gisting, fæði og skoðunarferðir. Þáttakendur þurfa helst að koma með eigin hest/hesta og allt þeim tilheyrandi. Umsóknarfrestur er til 25.apríl og þá verða 6 heppnir umsækjendur dregnir úr pottinum. Umsóknir berist til: Skrifstofu LH Íþróttamiðstöðinni Laugardal 104 Rvík Eða á tölvupóstfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Nánari upplýsingar veita starfsmenn æskulýðsnefndar Lh : www.lhhestar.is/unglingastarf