Brotist inn í hesthús!

Brotist inn í Drífubakka 1 um hábjartan dag. Þriðjudaginn 5. apríl á milli kl. 8:00 og 17:20 var brotist inn í hesthúsið að Drífubakka 1. Þjófurinn sem þar var á ferð spennti upp glugga, skreið inn og stal hnökkum og reiðtygjum. Teknir voru tveir nýjir hnakkar af tegundunum: Feldman árg. 2003 og nýr Hrímnishnakkur, svartur með dýnu, auk nokkurra beisla þ.m.t. Sindrastöngum . Upphafsstafirnir HG voru á Sindrastöngunum... Sennilega er Feldmann hnakkurinn sá eini sinnar tegundar hér á landi enda fenginn frá framleiðanda sem sýnishorn þegar hnakkurinn var í þróun. Hnakkurinn er svartur, óvenjulega þungur með flötu sæti. Vöurmerkið er auðþekkjanleg, stálplata með Feldman-lógói aftan á sætisbrík. Framleiðslunúmer Hrímnishnakksins er líklegast 14041. Þeir sem bera kennsl á þessa hnakka eða frétta af því að verið er að bjóða þá til sölu, sjá þá auglýsta í smáauglýsingum eða annað, eru vinsamlegst beðnir að hafa samband við Hinrik Gylfason í síma 893 9919 eða Ernu Arnardóttur í síma 840 5045. Allar upplýsingar um óvanalegar mannaferðir sem gætu komið lögreglu á sopr þjófsins/þjófanna eru einnig vel þegnar. Hinni og Erna