- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 25 2017 23:44
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Við hjá Hestamannafélaginu Herði héldum kynningarfund á starfsemi reiðskóla fyrir fatlað fólk mánudaginn 11. september sl. Á fundinum kynntum við reiðnámskeið fyrir fatlaða sem við höfum verið með frá árinu 2010 í reiðhöll okkar Harðarmanna þar sem Björn Gylfason (Bjössi) var settur á bak og svo teymdur um höllina á hesti sínum.
Kynntum við jafnframt hugmynd og framtíðasýn okkar Harðarmanna um fyrirhuguð sérstaks félags um stofnun reiðskóla fyrir fatlað fólk, með aðild allra hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson var heiðursgestur fundarins.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 13 2017 21:45
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir

Hestamannafélagið Hörður býður uppá bóklega knapamerkjakennslu í haust. Lágmarks þátttaka er fjórir á hverju stigi. Kennari er: Sonja Noack
- Knapamerki 3. Kennt á miðvikudögum kl. 16:30 – 17:50
- Kennsla hefst 4. október, 4 skipti
-
- Knapamerki 4. Kennt á miðvikudögum kl. 18:00 – 19:20
- Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
-
- Knapamerki 5. Kennt á miðvikudögum kl. 19:30 – 20:50
- Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
-
- Verð Knapamerki 3 kr. 12.500
- Verð Knapamerki 4 og 5 kr. 14.500
Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund.
Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og senda þarf staðfestingur á greiðslu á sama netfang. Leggja skal inná þennan reikning:
549-26-2320 og kennitalan er: 650169-4259
Kveðja
Æskulýðsnefnd Harðar
Ef nota á frístundarávísanir hafið þá samband við Oddrúnu, netfang:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, september 09 2017 08:48
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Miðasala hefst 16. september. Hægt er að panta miða hjá formanni 8-villtra, með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Pöntunin verður þó ekki tekin gild fyrr en miðar hafa verið greiddir inn á reikning 8-villtra (sjá að neðan upplýsingar um reikning 8-villtra).Athugið, fyrstur kemur, fyrstur fær.
Miðaverð aðeins krónur 7.500 og miðinn gildir sem happdrættismiði að venju. Eins og alltaf, mun ágóði af veislunni verða nýttur til að efla og styrkja hestamannafélagið Hörð.
Reikn.nr.:528-26-254
Kt.:470317-0780
Eigandi:Reiðfélagið 8 villtir
Eins og venjulega verður matseðill aldarinnar eftirfarandi:
• Fordrykkur
• Forréttur
• 8-villt hlaðborð að hætti Hadda
• Sérréttur fyrir gikkina
• Eftirréttur
• Barinn opinn allan tímann
• Húsið opnar kl. 19:00
• Veislustjóri verður Samúel Örn Erlingsson
• Uppistandarinn og skemmtikrafturinn Saga Garðars kemur og kítlar hláturtaugarnar
• Myndasýning úr ferðum 8-villtra
• Happadrætti – Ótrúlegir vinningar
• Hörkudansleikur fram eftir nóttu undir dyggri stjórn Heiðars Austmanns