Jólaball 2017
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, desember 22 2017 08:21
- Skrifað af Sonja
Námskeið fyrir kátar hestakonur verður á miðvikudagskvöldum í vetur:
Markmið að fræðast, læra fallega, uppbyggilega reiðmennsku og hafa gaman saman.
Á námskeiðiðinu verður lagt uppúr samspili knapa og hests, þjálni og einfaldar liðkandi æfingar. Hver hópur semur svo sitt prógram/munsturreið og hóparnir sýna svo hvor öðrum og gestum í lokin.
Hestamennska, hugmyndaríki, skemmtanagildi og góð músík.
Einnig verður fræðsla, sýnikennsla og gaman, saman.
Kennari: Súsanna Sand Ólafsdóttir
Fyrirlestur 4.janúar kl 20 eftir fyrirlestrinum hjá Hinna (Hvetja ykkur um að mæta þangað)
Synikennsla Mið 10.Janúar (Tímasetning auglýst síðar)
Verklegt kennsla byrjar 17.Janúar.
Harðarsýning verður Miðvikudag 4.Apríl 2018
Max. Þáttekendur eru 24 konur.
Skráningafrestur: 6 Januar 2018
Verð: 30 000 ISK
Skráning á :
skraning.sportfengur.com
Þá sem voru þegar búin að skrá sig á TG og vilja færa sig, hafið samband í skilaboð.
Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi.
Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 16 til 21. árs á árinu 2018.
Valið er í afrekshóp til eins árs í senn. Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og keppnisárangur síðustu tvö keppnisár. Taka þarf sérstaklega fram hvaða mót, sæti og einkunn.
Kostnaður knapa er kr. 80.000 fyrir árið (Hægt að dreifa).
Viðburðir á vegum verkefnisins verða fjórir á árinu og er skyldumæting í þá alla.
Nánari dagskrá mun liggja fyrir í byrjun janúar.
Liðstjóri hópsins verður Arnar Bjarki Sigurðarson
Umsóknarfrestur er til og með 5.janúar 2018 og skulu umsóknir berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
ATH: Þeir sem voru í afrekshóp LH 2017 þurfa að endurnýja sína umsókn til að eiga möguleika á að halda áfram.
Arnar Bjarki veitir nánari upplýsingar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Metnaðarfullt verkefni og einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja keppnishestinn upp á markvissan hátt.
Stjórn LH
Forsala miða á LM2018 er í fullum gangi og miðarnir rjúka út, enda er miði á Landsmót mögnuð gjöf í jólapakka hestamannsins! Getur ekki klikkað!
Verslanir Líflands um allt land selja miða og gjafabréf á LM2018 og einnig er hægt að fá miða á skrifstofu LH í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á tix.is
Verð á vikupössum í forsölu:
Um áramótin hækkar miðaverðið í 18.900 kr. og 8.900 kr. svo það borgar sig að nýta sér forsöluverðið. Aðeins 3.500 miðar í boði á þessu verði gott fólk!
Gleðilega hátíð!