Frá formanni.
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, mars 09 2018 07:47
- Skrifað af Sonja
Kæru Harðarfélagar
Mitt nafn er Auður og starfa sem hestanuddari/hestameðferðaraðili í Hestanudd og heilsu.
Markmið mitt er að stuðla að almennri heilsueflingu fyrir hross á öllum aldri og öllum stigum þjálfunar.
Ég er menntuð frá Nordisk heste- og hundeterapiskolen í Noregi sem er einn af betri skólum í Noregi í sjúkraþjálfun og endurhæfingu fyrir hesta.
Hvað er hestanuddari/sjúkraþjálfari?
Hestanuddari metur og meðhöndlar hesta sem orðið hafa fyrir skaða eða meiðslum eða sýna merki um einhvers konar vandamál í hreyfingum eða frammistöðu.
Hestanudd eða hestameðferð sameinar hreyfigreiningu og þekkingu á líffæra- og stoðkerfi hestsins til að koma auga á þau vandamál sem geta verið til staðar og getu til að finna hugsanlegar lausnir og meðferðir.
Í náminu hef ég fengið víðtæka þjálfun í að greina og meta meiðsli eða vandamál, sérstaklega í mjúkvefjum (t.d. vöðvum) og stoðkerfinu, sem geta svo leitt til heltis eða annarra vandamála í hreyfigetu hestsins.
Með því að nota fjölbreyttar aðferðir og geta gert alhliða mat á ástandi hestsins get ég gefið fagmannlega þjónustu við hest og eiganda til að veita hestinum bestu möguleika á að vera í sínu besta líkamlega ástandi og framkvæma það sem til er af honum ætlast.
Ég nota ýmsar aðferðir í minni meðhöndlun, byggt á þörfum hvers og eins. Meðal þess sem ég býð upp á er: almennt nudd, sjúkranudd, hnykkingar, teygjur, þrýstipunktameðferð (trigger point therapy, sjúkraþjálfun, endurhæfingu og acupressure. Ekki síst er ég tilbúin að veita fræðslu og ráðgjöf ef þess þarf.
Verð:
Fyrsti meðferðartími (90 mín) : 7.000 kr
Eftirmeðferð (60 mín) : 6.000 kr.
Tímabókanir: 8885052 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða facebook: https://www.facebook.com/hestanuddogheilsa/
Hlakka til að heyra frá ykkur :) Kær kveðja Auður
Ágætu Harðarfélagar
Helgin var viðburðarrík hjá okkur Harðarmönnum. Veðrið lék sér að okkur eins og svo oft í vetur. Reiðleiðir okkar illa farnar eftir rigningarnar, Blikastaðanesið þó heldur skárra. Þó er Tungubakkahringurinn sjálfur ágætur, þ.e. ef hægt er að komast á hringinn. Spölurinn frá hesthúsahverfinu er nánast ónýtur. Flest rennslisrörin standa ber. En farið verður í viðgerðir í dag. Þarf að keyra í þetta talsverðu efni.
Árshátíðarmótið tókst vel. Mótanefndin er að standa sig mjög vel. Léttur andi og skemmtilegt að vera með vinninga.
Árshátíðin var mjög vel heppnuð. Maturinn einstaklega góður, jafnvel miðað við Hadda. Hélt að hann gæti ekki toppað sjálfan sig. Snjólaug uppistandari var svo fyndin að salurinn grenjaði af hlátri, annállinn var mjög góður og Hlynur Ben hélt uppi miklu stuði fram eftir nóttu. Árshátíðarnefndin stóð sig vel og eiga þau þakki skildar. Líklega ein besta árshátíð félagsins.
kv
HákonH