Mótanefnd Harðar: DRÖG AÐ DAGSKRÁ NÆSTU VIKURNAR
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, apríl 23 2018 19:55
- Skrifað af Sonja
DRÖG AÐ DAGSKRÁ NÆSTU VIKURNAR
Mótanefnd kom saman nú á dögunum og töluðum um komandi mót og viðburði. Hérna fyrir neðan eru drög af dagskrá næstu vikurnar, til að halda ykkur keppendum og áhorfendum upplýstum um hvað koma skal:
1. Mai - Æfingamót, þetta er hugmynd af litlu móti þar sem boðið yrði upp á opin flokk í öllum greinum og að loknu móti fengju keppendur umsögn frá dómara um hvað fór vel og hvað mætti bæta. Þetta væri íþróttamót og væri gert til þess að undirbúa m.a. Íþróttamót Harðar, Reykjavíkurmeistaramótið og Íslandsmótið. Þetta gæfi okkur mótanefnd líka möguleika á að keyra nýja dómarakerfið Sportfeng svo að við yrðum undirbúin fyrir stærri mót vorsins.
4.-6. Maí - Íþróttamót Harðar
30. Maí - Fyrri úrtaka fyrir Landsmót
1.-3. Júní - Gæðingamót Harðar, seinni úrtaka fyrir Landsmót