BENNI LÍNDAL NÁMSKEIÐ! Skírdagur og Föstudagur langi
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, mars 15 2018 07:43
- Skrifað af Sonja

Eftirfarandi pistill birtist á heimasíðu Léttis á Akureyri. Hann á ekki síður við hjá okkur.
Hestmenn takið eftir.
Að gefnu tilefni viljum við minna ykkur kæru hestamenn á að sýna hver öðrum almenna tillitssemi á reiðstígum, það er góð venja að hægja vel á sér þegar öðrum er mætt eða farið fram úr. Knapar eru mislangt komnir í hestamennsku og hestar þeirra á öllum þjálfunarstigum og því er um að gera að taka tillit til og bera virðingu hvor fyrir öðrum.
Einnig er gott að hafa það í huga að hægri reglan gildir á reiðgötum alveg eins og út í umferðinni þannig að ríða skal hægra megin á reiðvegi, eins nálægt kanti og hægt er. Þegar hestur er teymdur á reiðvegi skal hann teymdur hægra megin á veginum og skal maðurinn vera næst umferðinni sem kemur á móti, þ.e.a.s. vinstra megin við hestinn sem hann teymir.
Jafnframt er rétt að ríða rólega í gegnum undirgöng brúnna á svæðinu, þar sem hestum getur brugðið og fælst ef riðið er hratt út úr göngunum á móti þeim, því er mjög gott að venja sig á fetganginn að og frá göngum.
En um að gera að njóta frábærra útreiðaleiða og veðurs þessa daga.
kv
HákonH
Þeir félagsmenn sem hafa undir höndum góð kynbótahross í góðu formi ræktuð af Harðarfélaga
og hafa áhuga á að taka þátt í Dymbilviku Spretts hafi samband við
Kristinn Már This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Vali verða 6 álitlegustu hrossin til að taka þátt.
Hagyrðingakvöld Í Harðarbóli
Miðvikudaginn 14. mars.
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl.19:30
Guðmundur Jónsson á Reykjum þenur nikkuna við innganginn og kemur okkur í rétta gírinn.
Gestir kvöldsins eru landsþekktir hagyrðingar
Ómar Ragnarsson,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
og séra Hjálmar Jónsson.
Hákon formaður Harðar mætir að með gítarinn og tekur með okkur hressilega slagara.
Að venju verður boðið upp á dýrindis kvöldverð.
Svínakótelettur í raspi bornar fram með steiktum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og rabbarbarasultu.
Kaffi og sætt.
Við getum tekið með okkur drykki en fyrir þá sem það kjósa verður opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði.
Verð fyrir kvöldverð og skemmtun 4000 ( posi á staðnum )
Allir fyrrverandi og núverandi félagar 60 ára og eldri eru velkomnir.
Tilkynnið mætingu í síðasta lagi á hádegi sunnudaginn 11. mars.
hjá Sigríði netf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8968210
Lífið er núna – njótum þess
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur.
Sigríður Johnsen
Konráð Adolphsson
Þuríður Yngvadóttir