- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 28 2018 12:04
-
Skrifað af Sonja
Frá formanni
Flestir eru búinir að sleppa sínum hrossum í sumarbeit og því minni umferð í hverfinu. Okkar fulltrúar eru þó á fullu að undirbúa sig undir Landsmótið. Eftir mótið munum verður farið í framkvæmdir í reiðhöllinni og verður henni lokað einhverja daga. Nánar auglýst síðar.
Hafinn er frágangsvinna við kerrustæðið og hugmyndin er að merkja og leigja út stæði. Þannig væri hægt að ganga að „sínu“ stæði.
Á laugardaginn stendur hestaleigan á Laxnesi fyrir þolreið frá reiðhöll Harðar á landsmótssvæðið í Víðdal. Að sögn þeirra sem til þekkja er mjög gaman að taka þátt í slíkri keppni. Þolreiðarkeppni er mjög vinsæl erlendis. Um að gera að vera með – góður reiðtúr - 15 km.
Félaginu barst ábending um að efni sem borið var á hluta Tungubakkahringsins, væri ónothæft sem yfirborðsefni. Þessi vegarkafli verður lagfærður næstu daga. Takk fyrir ábendinguna.
Sjáumst hress á landsmótinu.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 28 2018 10:07
-
Skrifað af Sonja
Þolreið – lokaútkall
Síðustu forvöð að skrá sig í þessa skemmtilegu reið. Þolreið hentar íslenska hestinum vel og vegalengdin er ekki meiri en sem nemur góðum reiðtúr!
skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 27 2018 08:37
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagar,
AFS skiptinemasamtökin höfðu samband við okkur og báðu okkur að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri innan okkar vébanda. Samtökin leita hátt og lágt af fósturfjölskyldum fyrir nema sína sem koma til landsins í lok ágúst. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 15-18 ára sem vantar heimili annað hvort í nokkra mánuði (3-5 mánuði) eða eitt skólaár (10 mánuði).
Þessum hestastelpum vantar heimili eru: Lisa og Fritzi
Lisa er 17 ára og kemur frá höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi. Hún opin, jákvæð, hjálpsöm, glaðlynd og skapandi. Henni finnst gaman í skóla og eru uppáhalds fögin hennar stærðfræði, jarðfræði og líffærafræði. Henni finnst líka gaman að blanda saman raungreinum og fagurfræðum. Hún er mikið fyrir hesta og fékk að kynnast íslenska hestinum í ferðalagi til Íslands með móður sinni. Hana langar að læra íslensku og kynnast íslenskri menningu og náttúru.
Fritzi er 15 ára á árinu og kemur frá Sviss (Fritzi færi í 10. bekk í grunnskóla). Hún er glaðvær, kurteis og traust. Hún hefur gaman af að hlusta á tónlist og teikna. Hún hefur æft píanó í 6 ár og nýtur þess að æfa sig á píanóinu heima fyrir. Ein af ástríðum Fritzi er hestar og þá íslenskir hestar sem hún hefur riðið síðan 2009. Hún byrjaði að fara á hesta þegar hún var 6 ára og tók "Brevet" sem er útreiðapróf árið 2014. Hún fer með systur sinni í útreiðatúra á hverjum sunnudegi. Fritzi er grænmetisæta en segist vilja geta borðað kjöt og fisk á meðan á dvöl hennar stendur á Íslandi. Fritzi er sjálfstæð og og er vön að hugsa um sig sjálf.
Á þessari síðu http://www.afs.is/fosturfjolskyldur/ eru allskonar upplýsingar um það hvað er að vera fósturfjölskylda fyrir AFS.
Ef þú og þín fjölskylda hafið áhuga á að skoða þetta betur þá getið þið haft samband við mig í síma 552 5450 eða sent mér tölvupóst tilbaka. Hægt er að byðja um nánari upplýsingar um nemana.