- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 05 2024 17:52
-
Skrifað af Sonja
Viðburðarröð fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eru í Hestamannafélaginu Herði. Ekki nauðsynlegt að vera komin með hesta á hús og skemmtilegt tækifæri til að kynnast fjölbreyttum þáttum hestamennskunnar. Skemmtileg byrjun á vetrinum og hvetjum við sem flesta til að skrá sig!
Nudd og teygjur – 10.nóvember
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Farið verður yfir ýmsar sniðugar teygjur sem hægt er að gera fyrir og eftir þjálfun til að liðka hestinn og stuðla að heilbrigðari líkamsbeitingu og vellíðan. Hægt er að mæta með eigin hest eða fá lánshest hjá Hestasnilld. Bráðsniðugt að hita upp á nuddnámskeiði og mæta síðan á uppskeruhátíðina klukkan 17!
Vinna við hendi – 17.nóvember
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Farið stig af stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskipta kerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegan og sveigjanlegan Unnið er með hestinn við beisli og keyri.
Hringtaumur – 1.desember
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Farið verður yfir ýmsan hringtaumsbúnað og notkun hans. Hringteymingar stuðla að fjölbreyttni í þjálfun og er góð leið til að styrkja hestinn og kenna honum rétta líkamsbeitingu án auka þyngdar knapa. Knapar þurfa ekki að mæta með hest á þennan viðburð, kennari mætir með hest og leyfir nemendum að spreyta sig.
Leiðtogafærni og samspil – 8.desember
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsóttir
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtoga æfingar með hestinn. Nemendur læra að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra að lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu. Fá virðingu og fanga athygli hans. Fá hestinn rólegan, færanlegan og samstarfsfúsann. Unnið er með hestinn í hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.
Námskeiðin fara fram á sunnudögum og hefjast klukkan 14:00. Skipt verður í hópa eftir þátttöku en kennslan fer fram í reiðhöll Harðar. Þeim sem vantar hesta geta haft samband við Sonju Noack (865-9651) hjá Hestasnilld, takmarkaður hestafjöldi í boði svo um að gera að vera tímanlega að óska eftir hesti.
Verð fyrir hvert námskeið er 1.500kr og er skráning hafin inn á sportabler.com/shop/hfhordur
Hlökkum til að sjá ykkur!

- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, nóvember 02 2024 09:33
-
Skrifað af Sonja
Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar verður haldin sunnudaginn 10. nóvember kl. 17
Það verða veitt verðlaun fyrir besta keppnisárangur ársins í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Einnig verða veitt hvatningarverðlaun fyrir fulltrúa Harðar á landsmóti 2024 í barnaflokki.
Eftir viðurkenningarathöfnina ætlum við að eiga skemmtilegt kvöld saman þar sem allir eiga að koma með skemmtilegt spil með sér og við spilum saman, pöntum pizzu og fáum okkur eitthvað gott með því.
Við hvetjum alla sem eru nýir að koma og gleðjast með okkur. Hvetjum einnig ykkur sem hafið mætt áður til að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur fyrir veturinn. Þetta verður skemmtilegt kvöld !
Kveðja æskulýðsnefndin

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, október 22 2024 09:23
-
Skrifað af Sonja
Skriftstofa Harðar verður lokuð 22. - 28. október og framkvæmdastjóri félagsins er líka í fríi þessa daga. Erfitt getur því reynst að fá erindum sinnt fyrr en eftir 27. október.
Ef þið eru með eitthvað sem getur alls ekki beðið, þá getið þið sent póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en formaðurinn er þó erlendis frá 23-30 október og mun varaformaður sinna erindum eins og hægt er.
Ef það er tengt námskeið getið þið sent mail á yfirreiðkennari, Thelma Rut, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, október 21 2024 20:06
-
Skrifað af Sonja
Harðarfélagar eru boðnir velkomnir á kynningarfund í Harðarbóli þann 31.október klukkan 16.30
Skipulag íþróttasvæðis við austurhluta Hlíðavallar
Mosfellsbær auglýsir til kynningar og umsagnar verk- og skipulagslýsingu vegna aðal- og deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið við Hlíðavöll.
Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins. Þar með talið tilgang, ástæður, áætlun, áhrif, markmið, áform og fyrirhugaða tímalínu ferlis. Skipulagslýsing er fyrsta skref í opnu samráði og mikilvæg upplýsingagjöf. Í verk- og skipulagslýsingu er ekki að finna uppdrætti, tillögur eða útfærslur breytinga eða nýtt skipulag. Slíkt verður kynnt með áberandi hætti á síðari stigum.
Markmið aðal- og deiliskipulags Hlíðavallar er að bæta öryggi iðkenda svæðisins og íbúa sem fara um eða búa í nálægð við golfvöllinn. Endurhanna á brautir og högglínur svo öryggi gangandi, hlaupandi, hjólandi og ríðandi verði betur tryggt. Með breytingu er stefnt að því að stækka íþróttasvæðið til austurs við strandlengjuna svo færa megi brautir og þrengja völlinn.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta, fyrirhuguð stækkun vallarins snertir okkur verulega og mikilvægt að við séum upplýst um málið og framvindu þess.
