- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 06 2019 13:04
-
Skrifað af Sonja
Benedikt Ólafsson er Íþróttakarl og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir er Íþróttakona Harðar 2018. Viðurkenningar þeirra verða veittar á árshátíð Harðar 23. febrúar nk.
Ekki þarf að fjölyrða um afrek Benedikts á árinu, en þar rís hæst Landsmótsmeistara titillinn.
VETRARMÓT HARÐAR
1 vetrarmót 2.sæti
2 vetrarmót 3. sæti
3 vetrarmót 2. sæti
ÍÞRÓTTAMÓT HARÐAR
Tölt T3 2. sæti
Fjórgangur 1. sæti
Fimmgangur 4. sæti
GÆÐINGAMÓT HARÐAR
Unglingaflokkur 1. sæti
A flokkur Áhugamanna 2. sæti
100m skeið 3. sæti
Valinn ásamt Biskupi frá Ólafshaga glæsilegasta par mótsins.
BLUE LAGOON MÓTARÖÐIN
Fjórgangur. 2. sæti
Fimmgangur. 1. sæti
LÍFLANDSMÓT FÁKS
Fjórgangur 4.sæti
Fimmgangur 2.sæti
MEISTARADEILD ÆSKUNNAR
Fimmgangur 8.sæti
REYKJAVIK RIDERS CUP
Fjórgangur 7.sæti
REYKJAVIKURMÓT
Gæðingaskeið 1.sæti
LANDSMÓT
Unglingaflokkur 1.sæti
ÍSLANDSMÓT
Tölt T1 2.sæti
Fimi 3.sæti
Fimmgangur 7.sæti
SUÐURLANDSMÓT YNGRI FLOKKA
Tölt T3 2.sæti
Fjórgangur 7.sæti
Fimmgangur 2.sæti
Gæðingaskeið 2.sæti
Aðalheiður gerði frábæra hluti á árinu
Meistaradeild 4g - 5. sæti
Meistaradeild gæðingafimi - 3. sæti
Meistaradeild PP1 - 4. sæti
Meistaradeild skeið í gegn - 7. sæti
Meistaradeild, sæti í einstaklingskeppni - 7. sæti
ÍÞRÓTTAMÓT HARÐAR
4g - 2. sæti
5g - 5. sæti
GÆÐINGAMÓT HARÐAR
B-flokkur 1. og 2. sæti
A-flokkur 2. sæti
ÍÞRÓTTAMÓT SLEIPNIS
Slaktaumatölt - 1. sæti
Fjórgangur - 2. sæti
Fimmgangur - 6. sæti
ÍSLANDSMÓT
Gæðingaskeið - 2. sæti
Slaktaumatölt - 2. sæti
fjórgangur - 6. sæti
REIÐMENNSKUVERÐLAUN FT OG ISIBLESS Á LANDSMÓTI OG FT FJÖÐRIN
TILNEFND TIL KYNBÓTAKNAPA OG KNAPA ÁRSINS
Stjórnin

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 05 2019 11:26
-
Skrifað af Sonja
Félagsmenn eru beðnir um að virða reglurnar. Skoðið vel stóra spjaldið við innganginn og lærið reglurnar. Munið að hreinsa hestaskítinn eftir hestinn.
Ef þér finnst einhver trufla þig í þínu prógrammi, er oftast besta leiðin að tala beint við viðkomandi í góða tón og biðja um smá tillitsemi. Samtímis biðjum við þá sem eru t.d. að æfa prógramm að láta aðra reiðmenn vita af því ef ykkur langar til að fara af sporaslóð og taka nokkra hringi, hvort að það sé ekki í lagi 😊 Oftast leysist málið ef við bara tölum saman og misskilningi er eytt😊
Við erum öll í hestamennskunni til að hafa gaman. Höfum gaman saman!!!
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, febrúar 02 2019 16:38
-
Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður hlaut í dag styrk upp á 2.000.000 kr frá Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalarnesþings til uppbyggingar TREC þrautabrautarsvæðis, en slíkt svæði mun nýtast æskulýðsstarfi, nemendum FMOS, reiðskólabörnum og öllum félagsmönnum sem vilja þjálfa hestana sína í brautunum. Svæðið verður byggt upp í beitarhólfi milli gamla íþróttavallar og reiðhallar og mun verða eitt glæsilegasta þrautabrautar svæði landsins og býður uppá einstaka möguleika á keppni í þrautum og víðavangskeppni. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir með vorinu.

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 30 2019 20:17
-
Skrifað af Sonja
Helgina 16- 17 Feb.
Staðsetning Reiðhöll Hörður
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.
Verð 12000 isk.
Skráning: skraning.sportfengur.com