Beit
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, júní 10 2019 22:21
- Skrifað af Sonja
Athugið. Varasamt getur verið að sleppa hestum í beitarhólf með stallmúla. Ef það er erfitt að ná hestum, er betra að gera sér aðhald.
Athugið. Varasamt getur verið að sleppa hestum í beitarhólf með stallmúla. Ef það er erfitt að ná hestum, er betra að gera sér aðhald.
Eftirfarandi er dagskrá fyrir Gæðingamót Harðar 2019! Vegna fárra skráninga ætlum við að keyra allt mótið á laugardeginum. Með fyrirvara um breytingar.
Ráslistar eru einnig komnir inn á Kappa.
09:00 – Tölt T3 2. Flokkur
09:20 – Tölt T3 1. Flokkur
09:40 – Barnaflokkur (Fyrstu tvö hollin)
09:50 – Unglingaflokkur
10:50 – Barnaflokkur (Seinni tvö hollin)
11:00 – Ungmennaflokkur
Hádegishlé
12:00 – Pollar
12:20 – B-flokkur gæðingaflokkur 2
B-flokkur gæðingaflokkur 1
13:50 – A-flokkur Ungmennaflokkur
A-flokkur Gæðingaflokkur 2
A-flokkur Gæðingaflokkur 1
Kaffihlé
15:50 – 100 metra skeið
16:10 – Unghrossakeppni
16:40 – Tölt T3 2. Flokkur A-úrslit
17:00 – Tölt T3 1. Flokkur A-úrslit
17:20 – Barnaflokkur (10 mín)
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
B-flokkur Gæðingaflokkur 2
B-flokkur Gæðingaflokkur 1
A-flokkur Ungmennaflokkur
A-flokkur (Sameinuð úrslit)
Áætlaður tími fyrir öll úrslit er 30 mín, endilega fylgist vel með og verið stundvís:)
Mótslok
Náttúrureið Harðar (Kynjareiðin) tókst mjög vel. 56 manns riðu hring um Mosfellsdalinn með viðkomu í Laxnesi. Eftir reiðina var hamborgaraveisla í Reiðhöllinni og sungin nokkur hestalög.
Lokahóf heldri hestamanna og kvenna fór fram á Uppstigningardag. Riðið var í Dalsgarð í brakandi blíðu. Gísli rósabóndi tók á móti hópnum með nýtýnd jarðarber og boðið var upp á veigar í fljótandi formi. Um kvöldið var grillveisla í Harðarbóli og mættu rúmlega 80 manns og hlustuðu á Tindatríóið sem sló í gegn með frábærum söng. Hinn landskunni hestamaður Ingimar Sveinsson fór með gamanmál.