Sumarbeit - vanskil
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, júlí 04 2019 08:15
- Skrifað af Sonja
Ístak óskar eftir að fá að setja steyptan götustein á reiðveginn til að loka fyrir bílaumferð hér á bak við hús. Að sjálfsögðu yrði áfram opið fyrir ríðandi og gangandi vegfarendur. Málið kemur til vegna þjófnaðar á dieselolíu hér á svæðinu. Þjófar nýta sér reiðveginn til að geta borið þýfið beint að bílum hér á bak við.
Félagið samþykkti beiðnina.
AppFengur býður félagsmönnum hestamannafélaga áskrift að AppFeng á sérstökum afsláttarkjörum.
Fastur 50% afsláttur af mánaðaráskrift ef keypt er áskrift fyrir 15. sept 2019.
Áskrift gefur notendum fullan aðgang að AppFengi ásamt nýjum og reglulegum uppfærslum.
- Til virkja áskrift á afsláttarkjörum ferðu inn á https://www.appfengur.com/subscribtion
- Til að sækja AppFeng í App Store
- Til að sækja AppFeng í Play Store
Allar upplýsingar má finna á:
- www.appfengur.com
- www.facebook.com/appfengur
Takið þátt í sumarleik Appfengs á facebook fyrir 17.júní þar sem einn heppinn notandi mun vinna áskrift og örmerkjalesara frá Vistor.
Fyrirspurnir og ábendingar má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma: 6110469 (Nanna).
Gæðingamót Harðar 2019!
Takk knapar, sjálfboðaliðar, dómarar og allir hinir sem komu að því að gera þetta Gæðingamót algjörlega frábært!😁
Veðrið lék við okkur eins og það hefur gert undanfarin misseri, þó fór að hvessa aðeins seinni partinn sem að keppendur létu auðvitað ekkert á sig fá!
Völlurinn hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið en með hjálp frábærra sjálfboðaliða, einstaklega duglega framkvæmdastjórans okkar og heimagerðs vökvunartækis tóks að halda honum eins góðum og hægt var,😍
Auðvitað tóku Gummi og Rúnar sig til og grilluðu pulsur og hamborgara ofan í liðið um kvöldið við góðar undirtektir.
Á hverju móti eru veitt verðlaun fyrir glæsilegasta hest mótsins en að þessu sinni varð það hann Hrímnir frá Hvítárholti, sigurvegari B-flokksins, sem hreppti þann bikar ásamt knapa sínum Ragnheiði Þorvaldsdóttur. Óskum þeim innilega til hamingju ásamt auðvitað öllum hinum sigurvegurunum❤️
Við í mótanefndinni þökkum ykkur kærlega fyrir tímabilið og hlökkum til að sjá ykkur á því næsta!🥳
Í eftirfarandi skjali eru síðan niðurstöður mótsins:
https://drive.google.com/drive/folders/18ve_0bLkF57CIjWelsR4W-AS7U1NYyUV?usp=sharing