- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 22 2020 12:43
-
Skrifað af Sonja
Kæru þátttakendur.
Mótið verður haldið á sunnudaginn 24. maí. Forkeppni hefst 10:30 og úrslit eftir hádegi klukkan 13:00.
Ungmenni, 2. flokkur og 1. flokkur verða sameinaðir í 1. flokk í fjórgangi, tölti og fimmgangi.
Skeiðgreinar og T7 2. flokkur falla niður.
Ráslistar eru komnar í kappa.
Kveðja
Mótanefnd
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 19 2020 13:11
-
Skrifað af Sonja
Náttúrureið 2020
Hin árlega Náttúrureið Harðar verður laugardaginn 23. maí 2020
Reiðin hefst í Naflanum kl 13:00 og verður riðið að Arnarhamri á Kjalarnesi eftir gömlu þjóðleiðinni undir Esjurótum sem var opnuð aftur í fyrra og er ca. 15 km. hvor leið.
Grillvagninn verður á staðnum með hamborgara, franskar og bernessósu, verð kr. 2.500.-
Einnig verða drykkir til sölu.
EKKI POSI á staðnum.
Fararstjóri er Lilla.
Ferðanefndin.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 15 2020 19:24
-
Skrifað af Sonja
Afhending áburðar verður við reiðhöll Harðar á eftirfarandi tímum:
Föstudagur 15. maí kl. 17:00 - 20:00
Laugardagur 16. maí kl. 11:00 - 13:00
Mánudagur 18.maí kl 18:00 - 19:30
Áríðandi er að koma með ílát eða sterka poka til að setja áburðinn í.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, maí 14 2020 20:25
-
Skrifað af Sonja
Vinir Skógarhóla er félagsskapur áhugafólks um Skógarhóla.
Helgina 16.-17. maí ætla Vinir Skógarhóla að ditta að girðingum á svæðinu og koma húsinu í stand eftir veturinn.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og aðstoða, margar hendur vinna létt verk
Hægt er að skrá sig í félagsskapinn hér:
https://www.lhhestar.is/.../form.../index/index/vinir-skogarhola
Viljum við hvetja hestamenn til að nýta sér aðstöðuna á Skógarhólum í sumar og minnum á að sérstök vildarkjör á gistingu eru fyrir félagsmenn í hestamannafélögum.