- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, ágúst 25 2025 14:22
-
Skrifað af Sonja
Til beitarhafa.
Nú er líkt og undanfarin ár tími randbeitar liðinn og skal hugað að því að beita ekki stíft þó strengir séu notaðir til að stýra beit núna fram að beitarlokum.
Hross skulu vera farin úr hólfum og gengið frá þeim í samræmi við reglur, þann 10. september. Svigrúm verður veitt fram að helginni eftir ef svo ber undir.
Úttekt Landgræðslunnar og Mosfellsbæjar á öllum beitarhólfum verður svo gerð að beitartíma loknum.
Ef einhver þarf að rifja upp reglur um beit þá eru þær hér:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 19 2025 09:33
-
Skrifað af Sonja
Stjórn Harðar hefur sett upp nýjar reglur um kerrustæðin. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér reglurnar vel, ekki síst þeir sem hafa stæði á leigu eða hafa hug á að fá slíkt.
Í september verður lokið við að fara yfir stæðin, gera uppfærðan lista yfir leigjendur og úthluta stæðum sem eru laus. Jafnframt verða gerðir samningar í samræmi við reglurnar.
https://hordur.is/index.php/felagid/hestakerrustaedi
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 16 2025 21:26
-
Skrifað af Sonja
Skráning er hafin í opnar greinar á Fjórðungsmót Vesturlands 2025.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram dagana 2. - 6. júlí í Borgarnesi og er nú búið að opna fyrir skráningar í opnar greinar og hvetjum við áhugasama knapa til að tryggja sér þátttöku.
Þær opnar greinar sem eru í boði:
Tölt T1
Tölt T3
Tölt T3 U17
P2 100 m Flugskeið
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og er skráningarfrestur og þar að leiðandi seinasti dagur til að greiða skráningu miðnætti 27. júní nákvæmlega.
Athugið að fjöldi keppenda í hverri grein er takmarkaður svo fyrstur kemur fyrstur fær!
Komum saman og fögnum íslenska hestinum á Fjórðungsmóti í Borgarnesi !

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 02 2025 21:49
-
Skrifað af Sonja
Ágætu félagar,
Sumarið er tími hestaferða. Okkur í ferðanefnd Harðar langar að endurvekja gamla hefð en það er að ríða til nágranna okkar í Kjósinni. Flækjustig og kostnaður verða í lágmarki en alltaf þarf eitthvað samt að skipuleggja. Gróft plan er þetta:
-Fimmtudagur 26.júní: Riðið úr hverfi upp að Skrauthólum á Kjalarnesi. Ca 13-15 km. Lagt af stað frá Nafla kl.18. Kristjana og Guðni á Skrauthólum taka á móti okkur með kræsingum og næturgistingu fyrir hross.
-Föstudagur 27.júní: Riðið frá Skrauthólum að Miðdal. Ca 13-15 km. Mæting að Skrauthólum kl. 17.00. Bændur í Miðdal munu taka á móti okkur. Hross í næturhólfi í Miðdal. Kjötsúpa í Miðdal.
-Laugardagur 28.júní: Riðið frá Miðdal að Hrosshóli í Kjós. Ca 18-20 km. Lagt af stað frá Miðdal kl. 13. Farið verður framhjá Eilífsdal að Laxárbökkum í Kjós. Bakkarnir riðnir upp með ánni að Hrosshóli. Hross í næturhólfi að Hrosshóli. Grillaðir hamborgarar á Hrosshóli.
-Sunnudagur 29.júní: Hrosshóll - Hörður. Ca. 20-22 km
Lokadagur reiðar. Hugmyndin er að fara yfir Svínaskarðið yfir í Mosfellsdalinn. Möguleiki er einnig að fara Kjósaskarðið og niður í Mosfellsdalinn, sem er um 30-32 km leið, verður það ákveðið þegar að því kemur eftir veðri, vindum og áhuga hópsins.
Við þurfum kanna hversu mörg hross verða með í för, og hversu marga munna á að metta. Greiða þarf girðingagjald 800 kr.pr. hross fyrir næturbeit á hverjum stað. Boðið verður upp á léttar veitingar á Skrauthólum fyrsta dag reiðar en svo ráðgerum við að vera með kjötsúpu á föstudagskvöldi í Miðdal á 2000 kr. pr. mann og hamborgara á laugardagskvöldi á Hrosshóli á 2000 kr. pr.mann . Hver sér um sína drykki og að nesta sig til dagsins og ferðalagsins. Við viljum biðja áhugasama um að skrá sig hér fyrir 20.júní og greiða heildarkostnað á uppgefið reikningsnúmer. Ferðin er ætluð öllum Harðarfélögum og vinum þeirra. Hægt er að koma inn í ferðina hvenær sem er og ríða þá valda áfanga. Greiðsla jafngildir skráningu
Bestu kveðjur
Guðný, Ib og Ingibjörg
Ferðanefnd Harðar
Kjósarreið 2025 - skráning - Google-töflureikna