- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 26 2025 12:32
-
Skrifað af Sonja
Miðvikudaginn 28. maí fer fram málþing um framtíð Heiðmerkur - aðgengi almennings og vetnsvernd, í Norræna húsinu á vegum Skóræktar Reykjavíkur.
Aðgengi hestamanna að Heiðmörk er mikið kappsmál fyrir okkur hestamenn og væntum við þess að hestamenn fjölmenni á fundinn og kynni sér málið.
Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi hér: https://vimeo.com/event/5152966

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 20 2025 09:47
-
Skrifað af Sonja
Laugardaginn 24.maí er vorreið Harðarfélaga. Hvetjum alla, börn, konur og karla til að slást í för með okkur. Lagt af stað úr Nafla kl. 13.
Riðið verður meðfram Æsustaðahlíðinni inn í Helgadal. Þar verður áning og hestunum sleppt í hólf. Varðeldur og gítarspil ef veður leyfir. Frjáls leið og reið heim. Kjörin ferð fyrir tvo hesta en vel mögulegt að fara á einum hesti í góðu formi.
Ferðin er sem fyrr segir ætluð öllum Harðarfélögum. Við hvetjum fólk til að nesta sig til ferðarinnar og njóta dagsins með okkur.
Ferðanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 14 2025 20:12
-
Skrifað af Sonja
Á laugardaginn kemur þann 17. maí fer fram KB þrautin hér í Mosfellsbæ.
Að hluta verður hlaupið á reiðleið frá Brúarlandi og að Köldukvísl, sem sagt frá brúnni við Brúarland (við Vesturlandsveginn) meðfram íþróttamiðstöðinni að Varmá og niður að brúnni við Leirvogstunguna – þar beygja hlauparar í átt að Ævintýragarðinum.
Þeir sem ræsa hlauparana munu brýna fyrir þeim að taka tillit til hestamanna, ef einhverjir verða á leið þeirra.
Hlaupararnir verða á ferðinni á þessum hluta leiðarinnar frá ca 9:45 til 11.30 á laugardaginn.
Aðstandendur hlaupsins þakka tillitssemi og vonandi veldur viðburðurinn ekki raski á útreiðum þennan tíma.


- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 30 2025 12:43
-
Skrifað af Sonja
Næstkomandi laugardag 3. maí eru Harðarmenn að taka á móti Fáksmönnum.
Við munum ríða á móti þeim í Óskot og lóðsa þeim í hverfið okkar í mat og gleðskap.
Hvetjum alla til að mæta.
Leggjum af stað úr Naflanum kl 13.
Kv. Ferðanefnd Harðar