Hausttamningar

Nú þegar líður að jólum fer hinn almenni hestamaður að huga að því að taka hesta á hús og líf fer að færast í hesthúsahverfið. Tamningamenn og -konur slá þó ekki slöku við og stunda hestamennskuna allt árið um kring. Þegar vefstjóri átti leið um hverfið snemma í haust var fólk í húsum hér og þar bæði að dytta að og lagfæra fyrir veturinn en líka að vinna í tamningatrippum sem eru allt eru auðvitað verðandi gæðingar og munu bera stolta eigendur sína um hverfið í vetur.

 

  

Á þessari mynd eru Gummi makker og Aðalheiður Guðjónsdóttir að temja álitlegt grátt tryppi.

Image

 

Súsanna lét heldur ekki sitt eftir liggja í tamningunum, hér er hún á risastórum 5 vetra fola sem lofar góðu.

Image