1. Vetrarmót Öryggismiðstöðvarinar 24.02.2007.

Laugardaginn 24 febrúar hefst vetrarmótaröð Harðar mótin verða eins og í fyrra þrjú talsins og verður keppt til stiga. Það er Öryggismiðstöðin sem styrkir okkur á þessu fyrsta móti og eru verðlaunin glæsileg að vanda.
Keppnin hefst kl 12.45 en skráning er í félagsheimili frá kl. 11.30 - 12.30.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Kl 12.45 pollaflokkur (ekki keppt til stiga).

1)Barnaflokkur.
2)Unglingaflokkur.
3)Ungmennaflokkur
4)Konur
5)Karlar
6)Meistaraflokkur.

Reglur um vetrarmót

1) Keppnin er riðin á stóra hringvellinum á vinstri hönd.

2) Ef fjöldi keppenda í flokki er fleiri en 12 skal skipt í hópa.

3) Hvernig skal riðið? A) Hægt tölt B) frjáls ferð.

4) Miðað er við tvo hringi hægt og tvo í frjálsri ferð dómari lengir prógram ef þurfa þykkir.

5) Úrslit eru riðin á vinstri hönd fjöldi í úrslitum er 5 -8 miðað er við sama prógram og í forkeppni og getur dómari lengt prógram ef þurfa þykkir.

6) 5 efstu fá verðlaun og stig sem gilda í heildarkeppni 3 vetrarmóta.

7) Keppendur í pollaflokki skulu teymdir.