Þolreið frá Víðidal í Laxnes
- Nánar
- Flokkur: Mótanefnd
- Skrifað þann Föstudagur, maí 09 2008 12:04
- Skrifað af Super User
Hin árlega þolreið Laxnes-Icelandair verður 24.maí næstkomandi. Riðið verður frá reiðhöllinni í Víðdal í Laxnes þar sem verðlaunaafhending fer fram. Reiðleiðin er góð og geta allir sem eru á vel þjálfuðum reiðhestum tekið þátt. Mæting er kl. 11.00, en þá fer fram dýralæknaskoðun. Ræst er út með 30 sekúndna millibili og verður fyrsti hestur ræstur út kl. 13.00. Ferðaverðlaun eru í boði fyrir fyrsta sætið og veglegir bikarar fyrir 1.til 3. sætið. Síðan verður dreginn út ferðavinningur meðal allra keppenda óháð því í hvaða sæti þeir hafa lent. Þessi keppni er orðinn árlegur viðburður á öllum norðurlöndunum og Þýskalandi og nýtur orðið gífurlegra vinsælda. Skráning fer fram í síma 846 5905 eða á netinu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.