Gæðingakeppni 2007

Opin gæðingakeppni Harðar 7.-10. Júní

Dagana 7.-10. Júní verður haldin opin gæðingakeppni að Varmárbökkum, Mosfellsbæ. Skráning er í Harðarbóli mánudagskvöldið 4. Júní kl. 19-22. Skráningargjald er 2000 kr. á hest, í allar greinar. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

A-flokkur opin
A-flokkur áhugamenn
B-flokkur opin
B-flokkur áhugamenn
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Tölt opin flokkur
150 metra skeið
250 metra skeið
100 metra skeið
Unghross(aðeins fyrir félagsmenn)

Allir ofangreindir flokkar eru opnir, nema Unghross. Föstudagskvöldið verður tileinkað skeiði og tölti. Nýir tveggja hesta básar verða notaðir og auðvitað rafrænn tímatökubúnaður.

Drög að dagskrá:

Fimmtudagskvöld:
19:00 Forkeppni A-flokkur gæðinga

Föstudagskvöld:
19:00  Tölt forkeppni,
150 metra skeið
250 metra skeið
b-úrslit tölt
100 metra skeið

Laugardagur:
11:00  Ungmenni
B-flokkur gæðinga
Unglingar
Börn
18:00 Bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Formaður Harðar taka fyrstu skóflustungu að nýrri Reiðhöll Harðarmanna
19:00 Unghross
A- úrslit tölt
ath! Kl. 19 hefst grill að hætti Gumma Björgvins í Harðarbóli og svo verður bjórkvöld um kvöldið, dúettinn Hljómur mætir og spilar og heldur uppi partífjöri fram á nótt!

Sunnudagur:
 12:00 úrslit:
  B-flokkur opin
  B-flokkur áhugamanna
  Ungmenni
  Börn
  A-flokkur áhugamanna
  Unglingar
  A-flokkur opin

Ath! Dagskrá er gerð með fyrirvara um breytingar. Mótstjórn áskilur sér rétt að fella niður greinar ef ekki næst næg þátttaka.