Gæðingamót á Varmárbökkum

Síðasta stigamót vetrar/Gæðingamót Gæðingamót Varmárbökkum 23-25.apríl (ef næg þáttaka næst) Næstkomandi helgi verður haldið Gæðingamót á Varmárbökkum í Mosfellsbæ og er þetta æfingarmót fyrir Landmótið í sumar. Mótið er þriðja og síðsta stigamót vetrarins og aðeins fyrir félagasmenn Harðar því hvetjum við sem flesta að taka þátt. Keppt verður í eftirfarandi greinum: A-flokk B-flokk Ungmennaflokki Unglingaflokki Barnaflokki 100m fljúgandi skeiði Skráningargjald er 1500kr í öllum flokkum en frítt er í barnaflokk. Skráning verður í Harðarbóli fimmtudagskvöldið milli kl: 19-22. Bjórkvöld verður svo haldið laugardagskvöldið 24.apríl í Harðarbóli, þar verður matur og hljómsveit og kostar aðeins 1000kr inn. Vonandi sjáum við sem flesta hressa og káta um helgina bæði á keppninsvellinum og á bjórkvöldi Fullbúin dagskrá móts verður birt á fimmtudagskvöldið 22.apríl Kveðja Mótanefnd Harðar