Viðurkenningar fyrir frábæran árangur á keppnisárinu 2012
- Nánar
- Flokkur: Formaður
- Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 24 2013 21:34
- Skrifað af Super User
Í kvöld fór fram kjör á íþróttamanni og íþróttakonu Mosfellsbæjar í Íþróttahúsinu að Varmá. Margir fengu viðurkenningar og þar á meðal fimm Harðarfélagar.
Reynir Örn Pálmason fékk viðurkenningu fyrir að vera tilnefndur sem Hestaíþróttamaður Harðar 2012.
Lilja Ósk Alexandersdóttir fékk viðurkenningu fyrir að vera tilnefnd sem Hestaíþróttakona Harðar 2012.
Reynir Örn Pálmason fékk viðurkenningu fyrir að vera í landsliði Íslands í Hestaíþróttum á Norðurlandamóti í Svíþjóð 2012.
Anton Hugi Kjartansson og Súsanna Katarína Guðmundsdóttir fengu viðurkenningu sem efnilegir íþróttamenn 16 ára og yngri.
Harpa Sigríður Bjarnadóttir fékk viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil í fimi unglinga.
Óskum við Harðarfélagar þeim innilega til hamingju og velfarnaðar á komandi ár.