Íþróttakona Hestamannafélagsins Harðar 2012

Íþróttakona Hestamannafélagsins Harðar 2012 er Lilja Ósk Alexandersdóttir


Lilja Ósk Alexandersdóttir - hestakona

Lilja Ósk Alexandersdóttir

21.árs (fædd 8.des. 1991)

Lilja Ósk byrjaði að stunda hestaíþróttina 6 ára gömul og keppnisferillinn hennar hófst  þegar hún var 8 ára gömul.  Alla tíð síðan hefur hún stundað hestamennsku af ákafa og dugnaði, keppt mikið og staðið sig með mikilli prýði. Hún er verðugur fulltrúi yngri kynslóðarinnar í Hestamannafélaginu Herði, glæsilegur knapi, hefur sýnt mikla prúðmennsku bæði inni á keppnisvellinum og utan hans.  Besti árangur hennar er á árinu 2012, en hún var í úrslitum í flest öllum greinum á öllum mótum sem hún tók þátt í  bæði á gæðingamótum og íþróttamótum bæði hjá Hestamannafélaginu Herði svo og á opnum mótum hjá öðrum félögum.  Þess skal geta að Lilja Ósk keppir mjög oft í fullorðinsflokki með góðum árangri. Árangur 2012: Firmakeppni Harðar: Ungmennaflokkur – 2. sæti. Árshátíðarmót Harðar: Ungmennafl. – 4.sæti. 2. Vetrarmót Harðar: Ungmennafl. – 4.sæti. 3. Vetrarmót Harðar: Ungmennafl. 3. sæti. GK mót Harðar: Fjórgangur – 4.sæti. Grímutölt Harðar: Fullorðinsfl. – 1.sæti. Framhaldsskólamótið: Fjórgangur – 6.sæti. Reykjavíkurmeistaramótið: Fjórgangur –4.sæti - Tölt – 7.sæti - Íþróttamót Harðar: Fjórgangur – 2.sæti - Tölt –1.sæti. Gæðingamót Harðar: Ungmennfl. – 2.sæti – Ungmennafl. –1.sæti - Tölt –2.sæti B-flokkur –2.sæti. Knapi mótsins. Landsmót Hestamanna 2012: Ungmennafl. –10.sæti - B-flokkur – Forkeppni, 8,31. Íslandsmót yngri flokka: Fimmgangur – 4.sæti - Tölt –10. Sæti. Gæðingamót Faxa: B-flokkur –1.sæti. Íþróttamót Dreyra: Tölt ungmennafl. –1.sæti - Fjórgangur ungmennafl – 1.sæti. Fimmgangur ungmennafl –1.sæti

Samanlagður sigurvegari ungmennafl. Gæðingamót Sörla og Íshesta: B-flokkur 3.sæti. Metamót Andvara: Rökkurbrokk –1.sæti.

            

Við hvetjum fólk til að kjósa á mos.is