Íþróttakarl Hestamannafélagsins Harðar 2012
- Nánar
- Flokkur: Formaður
- Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 09 2013 16:12
- Skrifað af Super User
Íþróttakarl Hestamannafélagsins Harðar 2012 er Reynir Örn Pálmarsson
Reynir Örn Pálmason
Hestaíþróttamaður Harðar 2012
41.árs (fæddur 14.apríl 1971)
Reynir Örn er framúrskarandi afreksmaður í hestaíþróttinni. Hann hefur verið valinn hestaíþróttamaður Harðar fimm sinnum. Hann hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði um árabil, ásamt því að reka stórt hestabú. Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kynslóðina sem við erum að ala upp í Herði. Árið 2012 var einstaklega farsælt hjá Reyni Erni, hann keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og nánast alltaf í úrslitum. Hann var jafnframt valinn í Landslið Íslands sem keppti á gríðarlega sterku Norðulandamóti í Svíþjóð. Árangur árið 2012: Íþróttamót Mána: 5g - 1.sæti. Reykjavíkurmeistaramót: T2 – 3.sæti – 5g – 6. sæti -T1–5.sæti.Íþróttamót Harðar: T2 – 1.sæti – 5g – 3. Sæti. Samanlagður fimmgangssigurvegari. Gæðingamót Harðar: T1 – 1. sæti - A fl. – 3. sæti og 7. sæti - B flokkur – 7.sæti Unghrossakeppni - 1. sæti. Íslandsmót: 5g – 7. sæti - B úrslit T2. Landsmót 2012: A flokkur – 10. Sæti. Suðurlandsmót: T2 – 3. sæti. Tölt og skeiðmót Hellu: Gæðingaskeið – 4. sæti. Gæðingaveisla Sörla: A flokkur - 3. sæti100 m skeið – 9. sæti. Karlatölt Harðar: Tölt – 1. sæti. Norðulandamót Svíþjóð: T2 – 2. sæti. Metamót Andvara: B úrslit 5 - sæti - 100 m skeið - 10. Sæti. Sumarsmellur Harðar: B úrslit tölt 3. sæti - Gæðingaskeið – 8. sæti.Opið Íþróttamót Svíþjóð:T1 - 1. sæti - Fjórgangur - 2. Sæti. Töltfimi Skeiðvöllum: - Tölt – 1. sæti.
Við hvetum fólk til að fara inná mos.is og kjósa þar.