Gamlársdagsreið í Varmadal


 

Kæru Harðarfélagar.  

Takk fyrir frábæran stund sem við áttum saman í Varmadal í dag. Góð mæting þótt það væri ansi kalt, en alltaf er gaman að hittast.  Þessi hefði er  ánægjuleg og Varmidalur er mjög tengdur Hestamannafélaginu Herði.  Jón Jónsson í Varmadal afi Nonna sem tók á móti okkur var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Harðar. Hann var jafnfram sagður mesti skeiðknapi landsins og haft er eftir Sigurði Ólafssyni (pabba Ella Sig.), sem var líka mikill skeiðknapi að Jón hafi tvímælalaust mestur af þeim öllum.

Hestamannafélagið þakkar þeim Nonna og Haddý fyrir frábærar móttökur og færðum við þeim ostakörfu og rauðvín sem smá þakklætisvott.  

Nýárskveðjur

Kveðja Jóna Dís og Ragna Rós