- Nánar
-
Flokkur: Ferðanefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 30 2003 12:00
-
Skrifað af Ferðanefnd
Föstudagur
Fara frá hesthúsunum kl. 18. Farið verður um Kollafjörð, Kjalarnes og Tíðarskarð. Leiðin er um 20 km og er áætlaður tími 4 klst. Kalt getur orðið í Tíðarskarði þegar kvöldar svo gott væri að komast tímanlega af stað. Við fáum gistingu fyrir hestana hjá Sigurbirni á Kiðafelli, en við verðum keyrð og sótt í Félagsgerði í Kjós - þar gistum við 2 nætur.
Laugardagur
Förum aftur af stað frá Kiðafelli ca kl. 11 og ríðum með Miðdal og í átt að Eilífsdal. Förum með Meðalfellsvatni, Bugðu og upp Laxárbakka að Möðruvöllum eða Hjalla. Leiðin er ca 27 km og áætlað tími er 6 - 7 klst.
Sunnudagur
Förum af stað kl. 13 frá fjárréttinni við Vindáshlíð er farið um Svínadal og Svínaskarð vestan Skálafells að Hrafnhólum, Laxnesi og niður í Mosfellsdal. Leiðin er ca 22 km en nokkuð seinfarin upp og yfir Svínaskarð.
Áætlaður tími er ca 6 tímar.
Áætlaður kostnaður er ca 8 - 10 þús. Innifalið fullt fæði án drykkja, gisting 2 nætur, beit í 2 nætur fyrir 2 hesta og akstur í og úr gistingu.
Það sem hafa þarf með sér er svefnpoki, dýna og drykkir.
Nánar auglýst þegar nær dregur, fólk er beðið að hafa samband við ferðanefnd.