- Nánar
-
Flokkur: Ferðanefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 27 2003 05:35
-
Skrifað af Ferðanefnd
Kjósarferð um hvítasunnuhelgina 6.6 8.6 2003
Föstudagurinn 6. júní.
Lagt verður af stað frá hesthúsum kl. 18 . Farið verður um Kollafjörð , Kjalarnes og Tíðarskarð. Leiðin er um 20 km og er áætlaður tími 4 klst. Kalt getur orðið í Tíðarskarði þegar kvöldar svo gott væri að komast tímalega á stað. Við fáum gistingu fyrir hestana hjá Sigurbirni á Kiðafelli, en við verðum sótt og keyrð í Félagsgarð í Kjós, þar verður gist 2 nætur.
Laugardagur 7 júní.
Farið aftur af stað frá Kiðafelli c.a. kl. 11 og ríðum með Miðdal og í átt að Eilífsdal . Farið með Meðalfellsvatni, Bugðu og upp Laxárbakka að Möðruvöllum eða Hjalla.
Leiðin er c.a. 27 km og áætlað tími er 6-7 klst..
Sunnudagur 8 júní.
Farið af stað kl 13. Frá fjárréttinni við Vindáshlíð er farið um Svínadal og Svínaskarð vestan Skálafells að Hrafnhólum, Laxnesi og niður Mosfellsdal. Leiðin er c.a. 22 km en nokkuð seinfarin upp og yfir Svínaskarð. Áætlaður tími er c.a. 6 tímar.
Verðið er kr. 9.000.- Innifalið er gisting, matur, beit sem miðast við tvö hross ( sé fólk með fleiri hross greiðist það sér) og akstur í og úr gistingu.
Taka þarf með svefnpoka, dýnur og drykkjarföng.
Staðfesta og greiða þarf ferðina viku fyrir brottför. ( 30.mai)
FERÐANEFNDIN.
Svanur s. 892-2499
Þóra s. 862-4210
Gígja s. 863-1936