Í tún­inu heima 2024

ENGIN FLUGELDASÝNING!

Bæjarhátíðun Í túninu heima er framundan og nokkrir viðburðir snerta okkar svæði, reiðleiðir eða öryggi hrossa og reiðmanna umfram aðra.

Tindahlaupið á laugardag og hjólaviðburðurinn Fellahringurinn á fimmtudag fara fram árlega, við höfum þegar sent út tilkynningu um hjólakeppnina Fellahringurinn en höfum ekki upplýsingar um lokanir eða truflanir vegna Tindahlaupsins. Frekari upplýsingar á vefslóðum í samantektinni hér að neðan. Við sýnum tillitssemi að vanda og skemmtum okkur vel saman.

Fimmtudagur 29. ágúst.

18:00 Fellahringurinn – sjá tilkynningu á heimasíðu og facebooksíðu Harðar. REIÐLEIÐUM VERÐUR LOKAÐ Á MEÐAN KEPPNIN FER FRAM Á ÞEIM.

Hér eru leiðirnar sem hjólaðar verða:

https://www.strava.com/routes/9729777 og https://www.strava.com/routes/2862819023435245748

Föstudagur 30. ágúst

20:30 Skrúðgöngur leggja af stað frá Miðbæjartorgi.

Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.

Laugardagur 31. ágúst

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum

Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

Búast má við fjölda bíla og að þeim sé lagt á reiðvegi jafnvel.

9:00-16:00 Tindahlaupið

Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.

Hlaupaleiðir á korti: https://tindahlaup.is/hlaupaleidir/ Hlaupinu lýkur í síðasta lagi kl 16.00.

12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur

Fornbílar, flugvélar og dráttarvélar verða til sýnis. Kl 13.30 fer fram glæsilegt listflug! Stótsveit Íslands ásamt söngvurum verða með tónleika á staðnum kl 14.30 og aftur kl 15.30.

Karamellukast á Tungubökkum kl 16.30

13:00-14:00 Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar.

21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi

Engin flugeldasýning er í ár!

Sunnudagur 1.september

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum

Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna

Búast má við fjölda bíla og að þeim sé lagt á reiðvegi jafnvel.