Atvik og ábendingar

Á heimasíðu félagsins er nú búið að setja upp hnappa/flipa til að skrá bæði atvik og ábendingar.

Mjög mikilvægt er að stjórn félagsins viti af því sem kann að koma uppá, hvort sem verður slys og viðbragðsaðilar eru kallaðir til, eða það verður nærri slys/óhapp. Öðruvísi er erfitt að sinna úrbótum.

Ábendingar um hvað má betur fara í umhverfinu og þeim mannvirkjum sem við nýtum saman er einnig mikilvægt að skrá svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir. Fliparnir eru hægra megin á síðunni undir Flýtileiðir.

Kveðja, Stjórnin