Myndbönd á Worldfeng

Á aðalfundi félagsins 27. janúar síðastliðinn var samþykkt að kaupa aðgang að myndböndum í World Feng fyrir alla skuldlausa félagsmenn.  Þessi aðgangur hefur nú verið virkjaður.

Hestamannafélögum býðst að kaupa aðgang að myndböndunum fyrir sína félagsmenn fyrir 350 kr. á ári fyrir hvern félagsmann 18-69 ára, en almennur aðgangur kostar annars 4.990 á ári fyrir hvern notanda.  Mikil söguleg verðmæti liggja í myndböndum frá landsmótum liðinna ára, þarna er skrásett saga landsmóta og kynbótasaga íslenska hestsins svo fátt eitt sé nefnt.

Stjórnin

1585690083_screenshot-2020-03-31-at-18.03.16.png