Aðalfundur félagsins var haldinn í gærkvöldi 27. jan.

Fundurinn tókst mjög vel og var vel sóttur.  Nýr formaður var kjörinn Margrét Dögg Halldórsdóttir.  Nýir stjórnarmenn voru kjörnir Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson og Magnús Ingi Másson.  Bjóðum við þau velkomin í stjórn.  Úr stjórn gengu Gígja Magnúsdóttir, Haukur Níelsson, Ólafur Finnbogi Haraldsson og Hákon Hákonarson.

Á fundinum lá fyrir tillaga stjórnar að félagsgjöldum fyrir 2021.  Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Fullt gjald eða 15.000 kr greiða 22ja – 70 ára, börn og unglingar að 18 ára aldri verða gjaldfrjáls, 18 – 22ja ára greiða 50% gjald eða 7.500 kr og 70 ára og eldri greiða 50% eða 7.500 kr.  

Nýungin er sú að börn og unglingar eru gjaldfrjáls að 18 ára aldir og að 70 ára og eldri greiða 50% gjald og að innifalið í árgjaldi er aðgangur að myndefni Worldfengs.