Reiðhöllin
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 03 2020 15:47
- Skrifað af Sonja
FMOS hefur undanfarin ár verið með leigusamning um reiðhöll Harðar, ½ höllina fyrir hádegi á virkum dögum. Þar fer fram verklegi hluti Hestabrautarinnar. Kennsla fer fram samkvæmt námsskrá og fellur því undir skólahald. Aðrar hestabrautir s.s. á Suðurlandi, Sauðárkróki og á Hólum fara fram í kennslustofum (reiðhöllum) og kennsla er undaskilin, enda gæta skólarnir sjálfir að og bera ábyrgð á sínum sóttvörnum. Það er munur á skólahaldi samkvæmt námskrá og almennum námskeiðum þar sem félagsmenn þróa og bæta sína reiðmennsku eða æfa og þjálfa fyrir keppni. FMOS mun því hafa afnot af höllinni og bera ábyrgð á sínum sóttvörnum. Að öðru leyti er reiðhöllin lokuð, eins og áður hefur veirð auglýst.
Stjórnin