Varðandi reiðleið bak við Ístak

Ístak óskar eftir að fá að setja steyptan götustein á reiðveginn til að loka fyrir bílaumferð hér á bak við hús.  Að sjálfsögðu yrði áfram opið fyrir ríðandi og gangandi vegfarendur.  Málið kemur til vegna þjófnaðar á dieselolíu hér á svæðinu.  Þjófar nýta sér reiðveginn til að geta borið þýfið beint að bílum hér á bak við.
Félagið samþykkti beiðnina.