Sýnikennsla í reiðhöll Harðar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 26 2017 12:38
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Þann 28. apríl verður sýnikennsla með frábærum knöpum í Meistaradeildinni.
Knapar úr liði HRÍMNIS / EXPORT HESTA verða með sýnikennslu til styrktar Fræðslunefnd Harðar.
Helga Una Björnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir munu sýna listir sínar og veita góð ráð í reiðmennsku. Þema sýningarinnar er þjálfun reiðhesta með áherslu á gangtegundir. Eftir sýninguna gefst tækifæri til að spjalla.
Sýnikennslan verður í reiðhöllinni í Mosfellsbæ.
Húsið opnar kl: 19:00
Þetta er einstakt tækifæri til að fá góð ráð hjá þessum þremur frábæru knöpum og sjá þau að störfum. Kennd verður m.a. einföld tækni sem auðvelt er að tileinka sér til að bæta hestinn sinn.
Eftir sýnikennsluna verður aðstaðan og sérútbúnu hnakkarnir til sýnis og hægt verður að spyrja spurninga og fræðast nánar um starfið sem Fræðslunefnd Fatlaðra býður uppá. Það verður sjoppa á staðnum sem mun selja gos, bjór, kakó og með því ásamt ljúffengu súpunni hennar Fríðu. Svo verður gítarstemning og fjör eftir sýninguna. Miðaverð 1500 kr.
Hlökkum til að sjá ykkur, Fræðslunefnd fatlaðra og Hrímnir / Export hestar.