Keppnisnámskeið æskulýðsnefndar Harðar /framhald

Keppnisnámskeið framhald

4 maí næskomandi mun seinni hluti keppnisnámskeiðs æskulýðsnefndar hefjast.

Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum í 20 mín einkatímum, tímasetning auglýst síðar.

Kennslan mun fara mest fram út á hringvelli félagsins.

Kennari er Fredrica Fagerlund

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu, mest einkatímar til að ná því besta fram í hverjum knapa og hesti.  

Námskeiðið er fyrir börn 10 ára og eldri sem stefna að þátttöku í keppni, reynsla æskileg

Verð 19.000,-

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

  1. Velja námskeið. 
    2. Velja hestamannafélag (Hörður).
    3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
    4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
    5. Setja í körfu. 
    6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

Námskeiðið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku