UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA

Miðasölu á uppskeruhátíð hestamanna lýkur á morgun kl. 18:00

Undirbúningur fyrir hátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum 10. janúar næstkomandi stendur nú sem hæst.  Hátíðin er samstarfsverkefnið Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda og hefur verið haldin á haustmánuðum en var frestað.  Dagskráin verður fjölbreytt og létt en eins og vant er verða veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppni og ræktun o.fl.  Margt verður til skemmtunar og meðal annars mun nýstofnaður hestamannakvartett skemmta.  Veislustjóri verður hinn geðþekki Gísli Einarsson.

Nú er um að gera fyrir hestamenn að hefja árið af krafti með góðum gleðskap í góðra vina hópi.

Hægt er að fá miða á hátíðina með greiðslu inná reikning Gullhamra.

0301-26-14129

Kt.: 6603042580

Vinsamlegast sendið staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Miðaverð er 9.600 krónur.

Viðburðinn og allar upplýsingar um hann er hægt að finna hér: https://www.facebook.com/events/395865530579934/

Miðasölu líkur á morgun þriðjudag 6. janúar klukkan 18.

Greiddir miðar afhentir í Gullhömrum miðvikudaginn 7. janúar milli klukkan 10 og 16.

Þeir sem ekki geta nálgast miða á miðvikudag geta fengið þá afhenta við innganginn á laugardaginn.

Ekki er hægt að kaupa miða í mat eftir þriðjudag en miðar á dansleik eru seldir á staðnum eftir klukkan 23.  Verð á dansleik er 2.500 krónur.

Hótel Saga býður svo gestum Uppskeruhátíðar afslátt af gistingu, um að gera að nýta sér það! Eins manns herbergi á 12.500 kr. Og tveggja manna á 16.000 kr. Morgunverður innifalinn!    www.hotelsaga.is