- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 04 2014 20:52
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Og þá er tímabært að huga að umsóknum um beit. En eins og verið hefur á annan áratug býður félagið upp á beitarhólf til leigu til skuldlausra félagsmanna.
Umsóknarlinkur er hér á heimasíðunni.
Stefnt er að því að ganga frá umsóknum og útleigu fyrir 25. apríl n.k. en gera má ráð fyrir að lengri tíma taki að finna beit fyrir (vonandi sem flesta) þá er ekki hafa áður hlotið beit hjá félaginu.
Ljóst er að heldur muni rýrna það svæði sem félagið hefur haft úr að spila vegna vegaframkvæmda við Tunguveg. Hinsvegar er reynt að finna ný svæði sem nýta megi til beitar og eru ábendingar í þeim efnum vel þegnar.
Stefnt er að því að allir sem leigja beit skrifi undir sérstakan samning áður en hrossum er sleppt í hólfin. Þar er gerð grein fyrir öllum þeim skilyrðum sem sett eru varðandi beitinaaf hálfu félagsins og Mosfellsbæjar.
Beitarnefnd