Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldin 10. og 11. mars n.k. í reiðhöllinni í Víðida

Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldin 10. og 11. mars n.k. í reiðhöllinni í Víðidal. Umsjónarmaður félagsatriðis mun sjá um að velja knapa í það. Valið verður úr þeim knöpum sem keppa í unglinga- og ungmennaflokki á mótinu á laugardaginn svo það er um að gera að láta sjá sig þar :) Okkur vantar líka knapa í polla- og barnaflokki (upp að 13 ára) til að taka þátt. Skilyrði er að vera á þægum og traustum hestum sem knapinn hefur góða stjórn á en einnig er boðið upp á að pollar séu teymdir. Pollarnir verða í grímubúningum að eigin vali. Áhugasamir sendi tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi á morgun, fimmtudaginn 22. febrúar.