Árshátíð - Árshátíð

Nú er loksins komið að því sem allir hafa beðið eftir! Árshátíð unglinga og ungmenna í Sóta, Sörla Mána, Herði, Fáki, Andvara og Gusti verður haldin í samkomuhúsinu á Mánagrund í Reykjanesbæ föstudaginn 23. febrúar. Dagskráin hefst kl 19:30 og Rósant Skúlason heldur uppi stanslausu fjöri til ca 24:00 Miðinn kostar 1.500 kr á mann og verða þeir seldir í Harðarbóli miðvikudaginn 21. febrúar frá kl. 18-19. Boðið verður upp á rútuferðir gegn vægu gjaldi. Það er engin nógu góð ástæða fyrir því að mæta ekki.....allir eiga að mæta :) Fyrirspurnir má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.